Fjármálaeftirlitið veitir Landsbréfum hf. auknar starfsheimildir
Fjármálaeftirlitið veitti Landsbréfum hf. þann 11. september 2012 auknar starfsheimildir sem rekstrarfélag verðbréfasjóða á grundvelli laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Landsbréf hf. (áður Rós Invest hf.) fékk upphaflega starfsleyfi þann 12. júní 2009 á grundvelli sömu laga. Starfsleyfi Landsbréfa var svo endurútgefið þann 11. september 2012 með tilliti til aukinna starfsheimilda, sem felast í eignastýringu samkvæmt c-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr., sbr. 1 tölul. 1. mgr. 27. gr. laga um fjármálafyrirtæki.
Starfsleyfi Landsbréfa tekur nú til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu skv. 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. og til eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar skv. 1. og 2. tölul. 27. gr. laga um fjármálafyrirtæki.