Fréttir


Fréttir: 2016

Fyrirsagnalisti

22.12.2016 : Kynningarfundir vegna breytinga í gagnaskilum á vátryggingamarkaði

Í janúar og febrúar mun Fjármálaeftirlitið halda röð kynningarfunda vegna breytinga í gagnaskilum á vátryggingamarkaði sem fylgja innleiðingu Solvency II. Áherslan verður á nýjar töflur sem innleiddar verða árið 2017.  Kynningarnar fara fram í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins að Katrínartúni 2, 3.hæð, eftirtalda daga (sjá dagskrá neðar) frá kl. 9:15-11:30.

Lesa meira

15.12.2016 : Tilkynning um fyrirhugaðan samruna vátryggingafélaga

Hér með tilkynnist um fyrirhugaðan samruna:

Chubb Bermuda International Insurance dac (áður ACE Bermuda International Insurance (Ireland), Chubb Insurance Company of Europe SE við ACE European Group Limited (AEGL) International Insurance Company Limited.

Lesa meira

14.12.2016 : Vegna ummæla í Kastljósi

Undir lok Kastljóssþáttar 7. desember sl. var fjallað um úttektir úr sjóðum, einkum Sjóði 9, dagana fyrir hrun bankanna í byrjun október 2008. Þar kom fram að úttektirnar hefðu sérstaklega verið skoðaðar af Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið. Skilja mátti af umfjölluninni að ekkert hefði verið gert með þessar úttektir  af hálfu Fjármálaeftirlitsins, sem er rangt og verður ekki komist hjá því að koma á framfæri leiðréttingu á því sem þar kom fram.

Lesa meira

Lesa meira

14.12.2016 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Vörð tryggingar hf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Okkar líftryggingum hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vörður tryggingar hf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Okkar líftryggingum hf

Lesa meira

7.12.2016 : Fjármálaeftirlitið vekur athygli á tveimur umræðuskjölum frá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA)

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á tveimur umræðuskjölum frá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA) sem hægt er að nálgast á heimasíðu þess. Annars vegar er um að ræða drög að nýjum sameiginlegum viðmiðunarreglum EBA og ESMA um hæfi stjórnar- og lykilstarfsmanna og samsetningu stjórnar  í evrópskum fjármálafyrirtækjum. Hins vegar er um að ræða drög að endurskoðuðum  viðmiðunarreglum EBA um innri stjórnarhætti (EBA Guidelines on Internal governance (GL44)) sem Fjármálaeftirlitið innleiddi fyrr á þessu ári með Leiðbeinandi tilmælum um innri stjórnarhætti fjármálafyrirtækja nr. 1/2016.

Lesa meira

2.12.2016 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Lesa meira

2.12.2016 : Verðskuldað traust er komið út

Verdskuldad-traustFjármálaeftirlitið hefur gefið út ritið Verðskuldað traust. Ritið hefur að geyma stefnumarkandi áherslur Fjármálaeftirlitsins næstu árin og er þetta í fyrsta skipti sem Fjármálaeftirlitið gefur út samantekt af þessu tagi. 

Lesa meira

1.12.2016 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns frá Verði líftryggingum hf. til Okkar líftrygginga hf.

Með vísan til 34. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns.

Lesa meira

30.11.2016 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Lesa meira

30.11.2016 : Þrír viðskiptabankar með óháðan umboðsmann viðskiptavina

Fjármálaeftirlitið hefur aflað upplýsinga um umboðsmenn viðskiptavina hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf.

Lesa meira

29.11.2016 : Ný Fjármál komin út

Þriðja og síðasta tölublað Fjármála 2016  er komið út. Í blaðinu er meðal annars að finna grein um kerfislegt mikilvægi lífeyrissjóða og eftirlitshögnun á fasteignalánamarkaði. Höfundar eru Loftur Hreinsson, sérfræðingur í áhættugreiningu og María Finnsdóttir, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti. Fjallað er enn fremur um fyrirtækja- og áhættumenningu, sem mikilvægan þátt í starfsemi fyrirtækja á fjármálamarkaði í grein sem Guðrún Finnborg Þórðardóttir, forstöðumaður reglusetninga og Hrafnhildar Mooney, sérfræðingur í áhættugreiningu skrifa. Að lokum skrifar svo Sigurður G. Valgeirsson grein um Fjármálaeftirlitið og fjölmiðla.

Lesa meira

11.11.2016 : EBA gefur út skýrslu vegna könnunar á innleiðingu og áhrifum IFRS 9 á bankastofnanir í Evrópu

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á að Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) hefur í fréttatilkynningu  á heimasíðu sinni birt skýrslu vegna fyrstu könnunar á innleiðingu og áhrifum IFRS 9 á bankastofnanir í Evrópu. Skýrslan inniheldur niðurstöður bæði úr eigindlega og megindlega (qualitative and quantitative) hluta könnunarinnar ásamt upplýsingum um fyrirhugaðar aðgerðir og verkefni EBA á þessu sviði.  Hérlendir viðskiptabankar tóku ekki þátt í könnuninni að þessu sinni en Fjármálaeftirlitið mun mælast til að þrír stærstu viðskiptabankarnir verði þátttakendur í framhaldskönnun EBA sem er við það að hefjast.

Lesa meira

9.11.2016 : Upplýsingar um stöðu Gable Insurance AG

Fjármálaeftirlitið vísar til fréttar, dags. 14. október sl., varðandi stöðu Gable Insurance AG.

Lesa meira

7.11.2016 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Dittó ehf., Kristján Arason og Karl Þorsteins hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Centra fyrirtækjaráðgjöf hf.

Þann 28. október 2016 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Dittó ehf. og Kristján Arason væru hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Centra fyrirtækjaráðgjöf hf., sem nemur 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. 

Lesa meira

4.11.2016 : Kynning á nýjum kröfum til vátryggingafélaga um opinbera birtingu upplýsinga

Fjármálaeftirlitið efndi hinn 3. nóvember til kynningarfundar vegna Solvency II regluverksins á vátryggingamarkaði.  Á fundinum var meðal annars fjallað um þær kröfur sem fylgja Solvency II um innihald og framsetningu skýrslu vátryggingafélaga um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (SFCR) og reglubundinnar skýrslu til eftirlitsaðila (RSR). 

Lesa meira

2.11.2016 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:
Yfirfærsla vátryggingastofns frá Bosworth Run-Off Limited, Bramton Insurance Company Limited, Knapton Insurance Limited, Marion Insurance Company Limited, Mercantile Indemnity Company Limited og Unionamerica Insurance Company Limited til River Thames Insurance Company Limited.

Lesa meira

1.11.2016 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um hækkun sveiflujöfnunarauka

Hinn 1. nóvember 2016 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 30. september 2016.

Lesa meira

1.11.2016 : Fjármálaeftirlitið kynnir nýjar kröfur til vátryggingafélaga um opinbera birtingu upplýsinga

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á kynningarfundi vegna Solvency II sem haldinn verður frá klukkan níu til ellefu fimmtudaginn 3. nóvember næstkomandi í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins. Þar verður meðal annars fjallað um þær kröfur sem fylgja Solvency II um innihald og framsetningu skýrslu vátryggingafélaga um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (SFCR) og skýrslu til eftirlitsaðila (RSR). 

Lesa meira
Síða 1 af 6






Þetta vefsvæði byggir á Eplica