Fjármálaeftirlitið hefur uppfært Almenn viðmið og aðferðafræði vegna könnunar- og matsferlis hjá fjármálafyrirtækjum
Fjármálaeftirlitið hefur uppfært Almenn
viðmið og aðferðafræði vegna könnunar- og matsferlis hjá fjármálafyrirtækjum.
Breytingarnar eru fyrst og fremst vegna
nýlegra breytinga á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr.
96/2016. Þá var skerpt á umfjöllun í kafla 3.3 um stoð II-B í samræmi við sjónarmið
sem fram hafa komið hjá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA) auk þess sem
gerðar voru ýmsar minni háttar breytingar.
Tilgangur þessara viðmiða er að skilgreina og
kynna aðferðafræði og framkvæmd könnunar- og matsferlis Fjármálaeftirlitsins.
Aðferðafræðin byggir á viðmiðunarreglum EBA um könnunar- og matsferli sem tóku
að fullu gildi innan Evrópusambandsins í ársbyrjun 2016.
Fjármálaeftirlitið mun endurskoða viðmiðin
eftir þörfum í samræmi við breytingar sem verða á lögum og reglum sem gilda um
fjármálafyrirtæki og þróun löggjafar á vettvangi Evrópusambandsins.