Umræðuskjal EBA vegna fyrirhugaðra breytinga á gagnaskilatæknistöðlum lánastofnana
Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjali sem hægt er að nálgast á heimasíðu EBA, Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar. Um er að ræða „Consultation Paper – Draft Implementing Technical Standards amending Implementing Regulation (EU) No 680/2014 with regard to operational risk and sovereign exposures“.
Umræðuskjalið er vegna fyrirhugaðra breytinga á áður útgefnum tæknistöðlum um gagnaskil lánastofnana sem koma munu til framkvæmda með gagnaskilum vegna fyrsta ársfjórðungs 2018.
Í breytingunum felast nýjar kröfur um ítarlegri upplýsingagjöf vegna rekstraráhættu og skuldbindinga á erlend ríki. Hagsmunaaðilum er bent á að koma má á framfæri athugasemdum til 7. janúar 2017 á athugasemdasíðu EBA (Opnast í nýjum vafraglugga) .
Að umsagnarferli loknu munu viðmiðunarreglur þessar verða gefnar út og innleiddar í íslenskan rétt með tilvísunaraðferð án frekara umsagnarferlis af hálfu Fjármálaeftirlitsins.