Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Títan B ehf. til að fara með virkan eignarhlut í MP banka hf.
Hinn 24. ágúst sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Títan B ehf., kt. 430611-0700, sé hæft til að eiga og fara með allt að 20% virkan eignarhlut í MP banka hf. Eignarhluturinn hafði áður verið í eigu Títan ehf. en vegna athugasemda Fjármálaeftirlitsins um uppbyggingu eignarhalds Títan ehf. var umræddur eignarhlutur seldur til Títan B ehf.