Fréttir


Ábendingar vegna sölu nýrra hlutabréfa í Sting Networks AB

14.3.2007

Fjármálaeftirlitinu hefur að undanförnu borist ábendingar um aðila sem boðið hafa til sölu hlutabréf í sænska fyrirtækinu Sting Networks AB. Af þessu tilefni vill Fjármálaeftirlitið taka fram að ekki er heimilt að bjóða almenningi hlutabréf nema að gefin hafi verið út lýsing sem hlotið hefur staðfestingu Fjármálaeftirlitsins sbr. lög nr. 33/2003, um verðbréfaviðskipti. Fjármálaeftirlitinu hefur hvorki borist slík lýsing til staðfestingar né borist tilkynning frá öðru lögbæru yfirvaldi á Evrópska efnahagssvæðinu þess efnis að slík lýsing hafi verið staðfest.

Lýsing skal innihalda þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar fjárfestum til þess að þeir geti metið eignir og skuldir, fjárhagsstöðu, afkomu og framtíðarhorfur útgefanda, sem og þau réttindi sem fylgja verðbréfunum. Lýsingar eru því mikilvægur þáttur í fjárfestavernd ásamt því að auka yfirsýn og tiltrú fjárfesta á markaðinn í heild.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica