Fréttir


Kynning á viðmiðunarreglum EBA varðandi öryggi netgreiðslna

19.2.2018

Fjármálaeftirlitið hefur sent dreifibréf til greiðsluþjónustuveitenda þar sem viðmiðunarreglur EBA varðandi öryggi netgreiðslna eru kynntar. Í dreifibréfinu er meðal annars bent á að Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) hefur gefið út nokkurn fjölda viðmiðunarreglna (e.guidelines) sem varða starfsemi fjármálafyrirtækja og annarra greiðsluþjónustuveitenda, m.a. viðmiðunarreglur varðandi öryggi netgreiðslna sem birtar hafa verið á vef Fjármálaeftirlitsins.

Í dreifibréfinu segir meðal annars: „Tilgangur viðmiðunarreglna EBA er að koma á samræmdri, árangursríkri og skilvirkri eftirlitsframkvæmd innan evrópska fjármálaeftirlitskerfisins og að tryggja sameiginlega, einsleita og samræmda beitingu á löggjöf um fjármálaþjónustu innan EES. Viðmiðunarreglurnar eru nánari útfærsla á ákvæðum tilskipunar sem innleidd hefur verið hér á landi með setningu laga um greiðsluþjónustu nr. 120/2011.“

Kynning á viðmiðunarreglum EBA varðandi öryggi netgreiðslna

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica