Fjármálaeftirlitið veitir Kreditkorti hf. starfsleyfi sem lánafyrirtæki
Fjármálaeftirlitið veitti Kreditkorti hf., kt. 660107-1180, Ármúla 28, Reykjavík, þann 22. febrúar 2008, starfsleyfi sem lánafyrirtæki, samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.
Starfsleyfi Kreditkorts hf. tekur m.a. til móttöku endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi í formi skuldaviðurkenninga skv. b. lið 1. tl., útlána skv 2. tl. og útgáfu og umsýslu greiðslukorta skv. 4. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Kreditkort hf. hefur jafnframt starfsheimildir skv. 1. tl. að undanskildum innlánum, c. og d. lið 2. tl., 4. tl. og 5. tl. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.