Fréttir


Fréttir: 2017 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

17.10.2017 : Tilkynning um óbreyttan sveiflujöfnunarauka

Fjármálaeftirlitið tilkynnti í dag um óbreyttan sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 9. október 2017.

Lesa meira

12.10.2017 : Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2017

Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2017 var haldinn mánudaginn 9. október í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Lesa meira

2.10.2017 : Nýtt tölublað Fjármála komið út

Nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Þar skrifar Helena Pálsdóttir, sérfræðingur í áhættugreiningu greinina: Tæknin, internetið og fjármálaþjónusta – Hindranir fyrir FinTech aðila og hlutverk Fjármálaeftirlitsins. Þá skrifar Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu, grein um innviðafjárfestingar vátryggingafélaga. Enn fremur er í þessu tölublaði Fjármála viðtal við Ragnar Hafliðason, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Fjármáleftirlitsins og sérstakan ráðgjafi forstjóra. Þar lítur Ragnar, sem er nýlega kominn á eftirlaun, meðal annars til baka og rifjar upp þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslensku fjármálakerfi undanfarin ár og áratugi. Fyrirsögn viðtalsins er: Verði bankaáfall verður alltaf spurt: Hvar var Fjármálaeftirlitið?

Lesa meira

27.9.2017 : Fjármálaeftirlitið opnar þjónustuborð vegna fjármálatækni (FinTech)

Fjármálaeftirlitið hefur opnað þjónustuborð vegna fjármálatækni (FinTech). Tilgangurinn með opnun þjónustuborðsins er að stuðla að samskiptum við þá aðila sem veita (eða hyggjast veita) þjónustu á þessu sviði í því skyni að greina hvort umrædd þjónusta sé í samræmi við lög og hvort leyfi þurfi til starfseminnar. 

Lesa meira

26.9.2017 : LEI kóði – auðkenni lögaðila í verðbréfaviðskiptum

Fjármálafyrirtæki með heimild til verðbréfaviðskipta samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, þurfa að ganga úr skugga um að viðskiptavinir sem eru lögaðilar og auðkenna skal með LEI kóða, s.s. verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir, lífeyrissjóðir, vátryggingafélög, sveitarfélög, stofnanir og félög, hafi slíkan kóða áður en viðskipti með fjármálagerninga sem skráðir eru á skipulegan verðbréfamarkað eru framkvæmd fyrir þeirra hönd frá 3. janúar 2018. 

Lesa meira

22.9.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Taconic Capital Advisors LP og tengda aðila hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið tilkynnti Taconic Capital Advisors LP og tengdum aðilum í dag að þeir teljist hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf. sem nemur allt að 33%, þ.m.t. dótturfélögunum Stefni hf., Valitor hf., Verði tryggingum hf. og Verði líftryggingum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og X. kafla laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Lesa meira

22.9.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Kaupþing ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið tilkynnti Kaupþingi ehf. í dag að það teljist hæft til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf. sem nemur allt að 33%, þ.m.t. dótturfélögunum Stefni hf., Valitor hf., Verði tryggingum hf. og Verði líftryggingum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og X. kafla laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Lesa meira

19.9.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Kviku banka hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í Virðingu hf. og Rekstrarfélagi Virðingar hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hf., kt. 540502-2930, sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Virðingu hf. sem nemur 100%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið hefur einnig metið Kviku banka hf. hæfan til að fara með virkan eignarhlut í Rekstrarfélagi Virðingar hf., sem nemur 100%, með óbeinni hlutdeild í gegnum eignarhald í Virðingu hf.

Lesa meira

15.9.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Attestor Capital LLP og tengda aðila hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf.

Hinn 14. september 2017 tilkynnti Fjármálaeftirlitið Attestor Capital LLP og tengdum aðilum að þeir teljist hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf. sem nemur allt að 20%, þ.m.t. dótturfélögunum Stefni hf., Valitor hf., Verði tryggingum hf. og Verði líftryggingum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og X. kafla laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Lesa meira

1.9.2017 : Upplýsingar um áhættusöm ríki

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á yfirlýsingu Financial Action Task Force (FATF) sem samþykkt var í kjölfar fundar hins alþjóðlega framkvæmdahóps hinn 23. júní 2017.

Lesa meira

17.8.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Yfirfærsla vátryggingastofns frá KX Reinsurance Company Limited og OX Reinsurance Company Limited til Catalina London Limited. Lesa meira

16.8.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns:

Yfirfærsla líftryggingastofns frá AXA Wealth Limited til Phoenix Life Limited. Lesa meira

14.8.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Yfirfærsla vátryggingastofns frá ERV Försäkringsaktiebolag (publ) til Europaeiske Rejseforsikring A/S. Lesa meira

11.8.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns:

Yfirfærsla líftryggingastofns frá Friends Life Limited og Friends Life and Pensions Limited og hluta líftryggingastofns Aviva Investors Pensions Limited til Aviva Life and Pensions UK Limted og Aviva Pension Trustees UK Limited. Lesa meira

11.8.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 

Yfirfærsla vátryggingastofns frá Congregational and General Insurance Company Plc til International Insurance Company of Hannover SE. Lesa meira

9.8.2017 : Uppfærð áætlun um setningu reglna og útgáfu leiðbeinandi tilmæla 2017 – 2018

Fjármálaeftirlitið hefur uppfært áætlun um setningu reglna og útgáfu leiðbeinandi tilmæla 2017 – 2018 og birt á vef sínum. Um er að ræða nokkra breytingu frá fyrri áætlun, fyrst og fremst vegna breytts verklags Fjármálaeftirlitsins í tengslum við viðmiðunarreglur (e. guidelines) Evrópsku eftirlitsstofnananna á fjármálamarkaði. Í stað þess að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna viðmiðunarreglna, mun Fjármálaeftirlitið eftirleiðis starfa eftir viðmiðunarreglum beint og upplýsa um þær viðmiðunarreglur sem unnið er eftir með útsendingu dreifibréfa og birtingu viðmiðunarreglna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Fyrirhugað er að halda kynningar fyrir eftirlitsskylda aðila vegna þessarar breyttu framkvæmdar í september og október nk. Kynningar verða haldnar fyrir hvern markað fyrir sig, þ.e. fyrir fjármálafyrirtæki vegna viðmiðunarreglna EBA, fyrir vátryggingafélög vegna viðmiðunarreglna EIOPA og fyrir fjármálafyrirtæki, Kauphöll og útgefendur skráðra verðbréfa vegna viðmiðunarreglna ESMA.

Lesa meira

27.7.2017 : Fjármálaeftirlitið gefur út reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út Reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja sem fjalla um hvað telst til eðlilegra og heilbrigðra viðskiptahátta fjármálafyrirtækja skv. 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og Reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga sem fjalla um hvað telst til eðlilegra og heilbrigðra viðskiptahátta vátryggingafélaga skv. 9. og 10. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. 

Lesa meira

21.7.2017 : Svar við bréfi ASÍ og SA um tilgreindan séreignarsparnað

Fjármálaeftirlitið hefur svarað sameiginlegu bréfi Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins vegna tilgreindar séreignar nokkurra lífeyrissjóða frá 19. júlí síðastliðnum

Lesa meira

20.7.2017 : Fjármálaeftirlitið setur reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur sem hámarka leyfilegt veðsetningarhlutfall nýrra fasteignalána í samræmi við 1. mgr. 25. gr. laga um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016.

Lesa meira

10.7.2017 : Fjármálaeftirlitið gefur út drög að reglum um útreikning á vogunarhlutfalli og vegna CRR tæknistaðla

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út sjö umræðuskjöl, nr. 9 - 15/2017. Umræðuskjölin innihalda drög að reglum um útreikning á vogunarhlutfalli og drög að reglum til að innleiða tæknilega staðla sem fylgja reglugerð (ESB) nr. 575/2013 (CRR reglugerðinni), sbr. reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017. Skjölin eru birt á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira
Síða 2 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica