Fréttir


Nýtt tölublað Fjármála komið út

2.10.2017

Nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Þar skrifar Helena Pálsdóttir, sérfræðingur í áhættugreiningu greinina: Tæknin, internetið og fjármálaþjónusta – Hindranir fyrir FinTech aðila og hlutverk Fjármálaeftirlitsins. Þá skrifar Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu, grein um innviðafjárfestingar vátryggingafélaga. Enn fremur er í þessu tölublaði Fjármála viðtal við Ragnar Hafliðason, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Fjármáleftirlitsins og sérstakan ráðgjafi forstjóra. Þar lítur Ragnar, sem er nýlega kominn á eftirlaun, meðal annars til baka og rifjar upp þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslensku fjármálakerfi undanfarin ár og áratugi. Fyrirsögn viðtalsins er: Verði bankaáfall verður alltaf spurt: Hvar var Fjármálaeftirlitið?

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica