Fréttir


LEI kóði – auðkenni lögaðila í verðbréfaviðskiptum

26.9.2017

Fjármálafyrirtæki með heimild til verðbréfaviðskipta samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, þurfa að ganga úr skugga um að viðskiptavinir sem eru lögaðilar og auðkenna skal með LEI kóða, s.s. verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir, lífeyrissjóðir, vátryggingafélög, sveitarfélög, stofnanir og félög, hafi slíkan kóða áður en viðskipti með fjármálagerninga sem skráðir eru á skipulegan verðbréfamarkað eru framkvæmd fyrir þeirra hönd frá 3. janúar 2018.

LEI kóði er einkvæmt alþjóðlegt auðkenni fyrir lögaðila. Global Legal Entity Foundation (GLEIF) hefur umsjón með útgáfu þeirra. Upplýsingar og leiðbeiningar um útgáfu LEI kóða er að finna á heimasíðu GLEIF.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica