Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út drög að reglum um útreikning á vogunarhlutfalli og vegna CRR tæknistaðla

10.7.2017

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út sjö umræðuskjöl, nr. 9 - 15/2017. Umræðuskjölin innihalda drög að reglum um útreikning á vogunarhlutfalli og drög að reglum til að innleiða tæknilega staðla sem fylgja reglugerð (ESB) nr. 575/2013 (CRR reglugerðinni), sbr. reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017. Skjölin eru birt á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins.

Í regludrögunum eru útfærð ýmis tæknileg atriði sem snúa að útreikningi á vogunarhlutfalli fjármálafyrirtækja, markaðsáhættu, yfirfærðri útlánahættu vegna verðbréfunar, vörpun lánshæfismats vegna útreikninga á útlánaáhættu og notkun innri líkana við útreikning á eiginfjárkröfum.

Fjármálaeftirlitið mun gefa fjármálafyrirtækjum kost á að gera athugasemdir við drögin. Frestur til að senda inn umsagnir vegna regludraganna er til 25. ágúst nk. Umsögnum skal skila á þar til gerð umsagnareyðublöð sem finna má á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica