Umræðuskjal um uppfærð viðmið og aðferðafræði vegna könnunar- og matsferlis hjá fjármálafyrirtækjum
Fjármálaeftirlitið
hefur gefið út umræðuskjal sem inniheldur drög að uppfærðum viðmiðum og
aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins vegna könnunar- og matsferlis hjá
fjármálafyrirtækjum (SREP). Skjalið er nr.16/2017 og er að finna undir umræðuskjöl á vef Fjármálaeftirlitsins.
Markmiðið með
viðmiðunum er að skilgreina og kynna aðferðafræði og framkvæmd könnunar- og
matsferlis Fjármálaeftirlitsins. Við uppfærslu skjalsins hafa verið gerðar
breytingar á þeim hluta viðmiðanna sem snýr að mati Fjármálaeftirlitsins á
eiginfjárþörf, og er í 3. kafla viðmiðanna að finna efni sem varðar muninn á
kröfum vegna stoðar II-R og stoðar II-G. Þá bætast við þrír viðaukar sem
innihalda viðmið Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárþörf vegna útlána- og
samþjöppunaráhættu annars vegar og markaðsáhættu og fastvaxtaáhættu hins vegar.
Þriðji viðaukinn skýrir frá aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins við ákvörðun um
eiginfjárauka.