Fréttir


Ný gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins

6.11.2017

gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins nr. 924/2017 hefur tekið gildi. Gjaldskráin var birt í vefútgáfu Stjórnartíðinda þann 3. nóvember 2017. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins nr. 161/2017.

Helstu breytingar sem gerðar voru á gjaldskránni voru þær að tímagjald fyrir vinnu starfsmanna og aðkeyptrar sérfræðiþjónustu var hækkað. Tímagjald fyrir vinnu starfsmanna var 12.500 krónur og hefur verið óbreytt í gjaldskrám Fjármálaeftirlitsins allt frá árinu 2008. Tímagjald fyrir aðkeypta sérfræðiþjónustu var 17.000 krónur og hefur ekki sætt endurskoðun síðan það var fyrst sett í gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins nr. 1230/2013.

  • Tímagjald fyrir vinnu starfsmanna er nú 15.000 krónur.
  • Tímagjald fyrir aðkeypta sérfræðiþjónustu er nú 20.000 krónur.

Aðrar breytingar vörðuðu 5. gr. gjaldskrárinnar og er vakin athygli á því að töluliðir 14. til 16. hafa bæst við upptalninguna.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica