Framsetning markaðsefnis og upplýsingagjöf til viðskiptavina
Fjármálaeftirlitið hefur sent rekstrarfélögum verðbréfasjóða dreifibréf þar sem tilgreindar eru þær kröfur sem lög og reglur gera til framsetningu á markaðsefni og upplýsingagjöf til viðskiptavina.
Umræddar kröfur er að finna í ákvæði 14. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, 28. gr. reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja við gerð markaðsefnis og miðlun upplýsinga til viðskiptavina og öðrum sem þau bjóða þjónustu sína og 55. gr. laga nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.
Tilgangur dreifibréfsins var að ítreka mikilvægi þess að rekstrarfélög hefðu til hliðsjónar viðeigandi reglugerðir og lagaákvæði við gerð markaðsefnis og miðlun upplýsinga til viðskiptavina.
Dreifibréfið má nálgast hér að neðan í viðhengi.
Framsetning-markadsefnis-og-upplysingagjof-til-vidskiptavina