Fréttir


Kaupaukagreiðslur, netöryggi og atferlishagfræði í Fjármálum

5.12.2017

Nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í blaðinu fjalla þeir Andrés Þorleifsson og Gísli Örn Kjartansson, sem báðir eru lögfræðingar á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins, um kaupaukagreiðslur og hámark þeirra. Þá skrifar Stella Thors, sérfræðingur í áhættugreiningu, um mikilvægi þess að setja netöryggi í forgang. Að lokum skrifar Hallsteinn Arnarson, sérfræðingur í áhættugreiningu, grein sem ber yfirskriftina: Richard H. Thaler og atferlishagfræðin: Tökum við alltaf skynsamlegar ákvarðanir varðandi eigin fjármál? Þar segir hann frá kenningum Richards H. Thaler sem nýlega hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica