Fréttir


Afturköllun staðfestingar fjárfestingarsjóðsins Alda Lausafjársjóður

28.5.2018

Með vísan til 9. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið hefur, þann 25. maí 2018, afturkallað staðfestingu fjárfestingarsjóðsins Alda Lausafjársjóður, sem starfræktur er af Alda sjóðir hf., kt. 560409-0790, Borgartúni 27, 105 Reykjavík.

Fjárfestingarsjóðurinn Alda Lausafjársjóður fékk staðfestingu Fjármálaeftirlitsins þann 20. mars 2017 og tók aldrei til starfa. Samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. mgr. 57. gr. laga nr. 128/2011 getur Fjármálaeftirlitið afturkallað staðfestingu fjárfestingarsjóða hafi rekstrarfélag ekki nýtt heimild til starfsemi hans innan tólf mánaða frá því að staðfesting var veitt.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica