Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns
Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu hluta
vátryggingastofns:
Yfirfærsla hluta vátryggingastofns frá útibúi Assicurazioni
Generali S.p.A í Bretlandi til Bothnia International Insurance Company Limited.
Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu sem barst
Fjármálaeftirlitinu 16. maí 2018 frá ítalska vátryggingaeftirlitinu Istituto
per la Vigilanza sulle Assicurazioni.
Vátryggingartakar og vátryggðir geta skilað skriflegum
athugasemdum til Fjármálaeftirlitsins vegna fyrirhugaðrar yfirfærslu innan eins
mánaðar frá birtingu þessarar tilkynningar.
Fjármálaeftirlitið veitir nánari upplýsingar ef óskað er.