Fjármálaeftirlitið hefur veitt Auði Capital hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki
Fjármálaeftirlitið hefur veitt Auði Capital hf., kt. 650457-0390, Laugavegi 182, Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.
Starfsleyfi Auðar Capital hf. tekur til viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti sem felst í eignastýringu skv. tölulið 6 c og fjárfestingarráðgjöf skv. tölulið 6 d 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.
Auður Capital hf. hyggst að auki stunda starfsemi á grundvelli a – e liðar 2. tl. 1. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki.