Fréttir


Stjórn Fjármálaeftirlitsins samþykkir nýja gagnsæisstefnu

26.11.2009

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur samþykkt nýja gagnsæisstefnu. Með breytingunni er ætlunin að undirstrika heimildir Fjármálaeftirlitsins til að birta opinberlega niðurstöður í öllum málum og athugunum sínum, með það að markmiði að auka gagnsæi í störfum Fjármálaeftirlitsins.

Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið á opinberum vettvangi um gagnsæi í starfsemi Fjármálaeftirlitsins og ljóst að nauðsynlegt var að útvíkka fyrrnefnda heimild. Þetta var gert með lögum nr. 20/2009, og er nú kveðið á um gagnsæi í störfum Fjármálaeftirlitsins í grein 9. a. í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998. Ákvæðið er svohljóðandi: 

9. gr. a Gagnsæi í störfum Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitinu er heimilt að birta opinberlega niðurstöður í málum og athugunum er byggjast á lögum þessum, nema ef slík birting verður talin stefna hagsmunum fjármálamarkaðarins í hættu, varðar ekki hagsmuni hans sem slíks eða veldur hlutaðeigandi aðilum tjóni sem ekki er í eðlilegu samræmi við það brot sem um ræðir. Fjármálaeftirlitið skal birta opinberlega þá stefnu sem eftirlitið fylgir við framkvæmd slíkrar birtingar.

Gagnsæisstefnuna er að finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, sími: 525-2700 og farsími: 840-3861

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica