Fréttir


CEIOPS hefur birt tillögur að ráðgjöf til Framkvæmdastjórnar ESB á heimasíðu sinni

4.11.2009

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á tillögum (drögum) að ráðgjöf til Framkvæmdastjórnar ESB sem hægt er að nálgast á heimasíðu CEIOPS (Samstarfsnefnd evrópskra lífeyrissjóða- og vátryggingaeftirlita), í kjölfar fundar aðalnefndar hennar hinn 29.-30. október 2009. Um er að ræða nánari útfærslur á tilskipun um vátryggingastarfsemi, svokallaðri Solvency II tilskipun.

Eftirfarandi eru þær tillögur að ráðgjöf sem birtar hafa verið á heimasíðu CEIOPS:

Tillaga að ráðgjöf um fjárfestingar í lánavafningum
Tillaga að ráðgjöf um lengri tíma til endurskipulagningar (pillar II dampener)
Tillaga að ráðgjöf um hlutalíkön
Tillaga að ráðgjöf um gjaldþol samstæðna með miðstýrða áhættustýringu
Tillaga að ráðgjöf um meðhöndlun hlutdeildarfélaga í SCR og eiginfjárliða
Tillaga að ráðgjöf um meðhöndlun sérmerktra sjóða í SCR og eiginfjárliða
Tillaga að ráðgjöf um mat á hlutabréfaáhættu í staðalformúlu fyrir gjaldþolskröfu (SCR)
Tillaga að ráðgjöf um útreikning markaðsáhættu í staðalformúlu fyrir gjaldþolskröfu (SCR)
Tillaga að ráðgjöf um útreikning skaðatryggingaáhættu í staðalformúlu fyrir gjaldþolskröfu (SCR)
Tillaga að ráðgjöf um útreikning heilsutryggingaáhættu í staðalformúlu fyrir gjaldþolskröfu (SCR)
Tillaga að ráðgjöf um útreikning lágmarksgjaldþols (MCR)
Tillaga að ráðgjöf um fylgnistuðla í staðalformúlu fyrir gjaldþolskröfu (SCR)
Tillaga að ráðgjöf um útreikninga gjaldþolskröfu (SCR) byggt á eigin gögnum vátryggingafélags
Tillaga að ráðgjöf um einfaldanir á útreikningi vátryggingaskuldar
Tillaga að ráðgjöf um einfaldanir á staðalformúlu við útreiknings gjaldþolskröfu (SCR)
Tillaga að ráðgjöf um einfaldanir fyrir bundin vátryggingafélög (captives)

Hægt er að nálgast skjölin  á vefsíðu EIOPA.


Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica