Fréttir


Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 917/2009 um gjaldeyrisskiptastöðvar og peninga- og verðmætasendingarþjónustu

18.11.2009

Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með því að aðilar sem tilgreindir eru í a–e-lið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fari að ákvæðum laganna, reglugerða og reglna settra samkvæmt þeim. Um eftirlitið fer samkvæmt lögum nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og þeim sérlögum sem um starfsemi eftirlitsskyldra aðila gilda.

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 917/2009 um gjaldeyrisskiptastöðvar og peninga- og verðmætasendingarþjónustu á grundvelli 3. mgr. 25. gr. a. laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Reglurnar kveða meðal annars á um framkvæmd og skilyrði skráningar gjaldeyrisskiptastöðva og peninga- og verðmætasendingarþjónustu, starfsemi þeirra, eftirlit og upplýsingagjöf og viðurlög við brotum á reglunum. Fjármálaeftirlitið beinir þeim tilmælum til þeirra sem reglurnar gilda um að kynna sér efni þeirra og grípa til viðeigandi ráðstafana.

Reglurnar má nálgast hér.

Ef frekari upplýsinga og leiðbeininga er óskað vinsamlegast hafið samband við Helgu Rut Eysteinsdóttur (helga@fme.is).

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica