Viðvörun Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar vegna sýndargjaldeyris
Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) gaf í dag út viðvörun vegna áhættu sem fylgt getur viðskiptum með svonefndan sýndargjaldeyri (e. virtual currencies) eins og t.d. bitcoin. Stofnunin bendir á að í viðskiptum með bitcoin njóti neytendur ekki þeirrar verndar sem felst í eftirliti með fjármálastarfsemi og lagaumhverfi um viðskipti með fjármálagerninga. Þar af leiðandi kunni að vera hætta á því að neytendur tapi fjármunum sínum.EBA vinnur nú að mati á viðeigandi þáttum sýndargjaldeyris með tilliti til þess hvort mögulegt og æskilegt sé að fjalla sérstaklega um slíkt í löggjöf, þ.á m. með tilliti til eftirlits. Fjármálaeftirlitið mun fylgjast með þeirri vinnu.
Viðvörun EBA má nálgast hér á vefsíðu stofnunarinnar