Fréttir


Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um tilgreiningu fjármálasamsteypu vegna hlutdeildar Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS) í Kviku banka hf. (Kviku).

28.3.2018

VÍS eignaðist á árinu 2017 virkan eignarhlut í Kviku og er bankinn sem stendur hlutdeildarfélag VÍS. Í lögum nr. 61/2017 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum er Fjármálaeftirlitinu falið að meta það hvort tilgreina beri fjármálasamsteypu, skv. 3.-5. gr. þeirra laga. Það er mat Fjármálaeftirlitsins að tilgreining fjármálasamsteypu í þessu tilfelli myndi ekki skila Fjármálaeftirlitinu viðbótarupplýsingum í samræmi við markmið með viðbótareftirliti og einnig að slík tilgreining hefði óverulega hagsmuni í för með sér fyrir viðbótareftirlit. Með hliðsjón af framangreindu hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að nýta heimild í 2. mgr. 5. gr. laganna, til að ákveða að samstæðan teljist ekki fjármálasamsteypa í merkingu laganna.

Rétt er að taka það fram að ef aðstæður breytast hvort sem er varðandi  starfsemi einstakra aðila að samstæðunni, vegna breytinga á eignarhlut, eigendastefnu eða öðru sem gæti haft áhrif á þá þætti sem Fjármálaeftirlitið lagði mat á við ákvörðun um tilgreiningu á fjármálasamsteypu, getur Fjármálaeftirlitið tekið upp mat sitt, skv. 3.-5. gr. laga nr. 61/2017.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica