Annað tölublað Fjármála 2015 komið út
Annað tölublað, Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í blaðinu eru tvær greinar eftir sérfræðinga Fjármálaeftirlitsins.
Þráinn Halldór Halldórsson, sérfræðingur á eftirlitssviði skrifar grein um verðskrár viðskiptabankanna og áhrif þeirra á verðvitund neytenda. Þá skrifar Hörður Tulinius um EMIR reglugerðina, sem er reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár.
Þess má geta að einnig verður fjallað um EMIR reglugerðina og áhrif hennar á Íslandi á opnum morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins um nýmæli á verðbréfamarkaði sem haldinn verður föstudaginn 21. ágúst næstkomandi.