Annað tölublað Fjármála 2018 komið út
Umbætur í starfi Fjármálaeftirlitsins, uppgjör lífeyrissjóða og áskoranir, hluthafastefnur íslenskra fagfjárfesta og fleira
Annað tölublað Fjármála 2018 er komið út og er blaðið óvenju efnismikið að þessu sinni. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, skrifar greinina: Áratugur frá hruni – Umbætur í starfi Fjármálaeftirlitsins og verkefnin framundan, Jón Ævar Pálmason, sérfræðingur í áhættugreiningu fjallar um uppgjör lífeyrissjóða og áskoranir. Þeir Guðmundur Örn Jónsson og Kristján Ólafur Jóhannesson, sérfræðingar í áhættugreiningu, skrifa greinina Basel III: Lokaskrefin í nýjum staðli. Þá fjallar Hjálmar Stefán Brynjólfsson, lögfræðingur á sviði yfirlögfræðings, um PSD2 og tæknistaðlana sem varða framtíðina. Loks skrifar Bjarni Magnússon, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti, um hvort hluthafastefnur íslenskra fagfjárfesta hafi breyst á síðustu árum.