Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2017
Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2017 er haldinn í dag 4. maí klukkan 16:00 í sal A&B á Hilton Reykjavík Nordica. Fundinn ávarpa Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Hér má sjá Ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins 2017 í flettiformi.
Hér er ársskýrslan
sem pdf skjal.
Til ársfundarins er meðal annars boðið ýmsum samstarfsaðilum Fjármálaeftirlitsins, helstu stjórnendum fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni auk annarra aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins