Fjármálaeftirlitið hefur metið Dittó ehf., Kristján Arason og Karl Þorsteins hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Centra fyrirtækjaráðgjöf hf.
Þann 28. október 2016 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Dittó
ehf. og Kristján Arason væru hæfir til að fara með virkan eignarhlut í
Centra fyrirtækjaráðgjöf hf., sem nemur 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002
um fjármálafyrirtæki.
Fjármálaeftirlitið hefur einnig metið Karl Þorsteins eiganda að 100% hlut í Dittó ehf., hæfan til að fara með virkan eignarhlut í
Centra fyrirtækjaráðgjöf hf., með óbeinni hlutdeild.