Dreifibréf um ráðstafanir til úrbóta á grundvelli 43. gr. laga nr. 128/2011
Fjármálaeftirlitið sendi hinn 11. janúar 2016 dreifibréf til rekstrarfélaga verðbréfasjóða . Í dreifibréfinu, sem sent var í framhaldi af dreifibréfi Fjármálaeftirlitsins hinn 4. desember 2015, voru nánari skýringar veittar varðandi þær reglur sem gilda um ráðstafanir til úrbóta fari fjárfesting verðbréfa- eða fjárfestingarsjóðs fram úr leyfilegum mörkum sbr. 43. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.