Drög að leiðbeinandi tilmælum um lykilupplýsingar
Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 1/2015 um drög að leiðbeinandi tilmælum um lykilupplýsingar.
Tilmælin byggja á eftirfarandi viðmiðunarreglum Evrópska verðbréfa- og markaðseftirlitsins (ESMA) um lykilupplýsingar:
- Guidelines - Selection and presentation of performance scenarios in the Key Investor Information document (KII) for structured UCITS
- Guidelines - Transition from the Simplified Prospectus to the Key Investor Information document
- CESR's guide to clear language and layout for the Key Investor Information document
- CESR's template for the Key Investor Information document
- Guidelines - Methodology for the calculation of the synthetic risk and reward indicator in the Key Investor Information Document
- Guidelines - Methodology for calculation of the ongoing charges figure in the Key Investor Information Document
Fjármálaeftirlitið mælist til þess að umsagnaraðilar kynni sér efni viðmiðunarreglna ESMA og hafi til hliðsjónar við gerð umsagna.
Umsagnaraðilar eru vinsamlegast beðnir um að skila umsögnum rafrænt á þar til gerðu umsagnareyðublaði. Umsagnareyðublaðið skal sent á netfangið fme@fme.is.
Þess er óskað að umsagnir berist eigi síðar en 26. janúar nk.