Fréttir


EIOPA gefur út annan hluta tæknistaðla og viðmiðunarreglna í tengslum við Solvency II

24.9.2015

Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitið (EIOPA) hefur gefið út annan hluta tæknistaðla og viðmiðunarreglna í tengslum við Solvency II:  https://eiopa.europa.eu/regulation-supervision/guidelines.

Þessi hluti nær til mismunandi þátta innan allra þriggja stoða Solvency II (viðeigandi fjárhagsgrundvöllur, viðeigandi stjórnarhættir og eftirlitsferli, opinber upplýsingagjöf og upplýsingagjöf til eftirlitsstjórnvalda).

Tæknistaðlar EIOPA beinast að viðkomandi eftirlitsstjórnvöldum og vátryggingafélögum. Markmiðið með þeim er að tryggja almenna, samhæfða og sambærilega beitingu laga Evrópubandalagsins og jafnframt að tryggja sambærilegar, skilvirkar og árangursríkar aðferðir við eftirlit.

Tæknistaðlarnir og viðmiðunarreglurnar eru í samræmi við Solvency II tilskipunina og reglugerð nr. 2015/35 frá 10. október 2014 (Delegated Acts) og er þeim ætlað að vera til frekari skýringar á þeim.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica