Fausto Parente ráðinn framkvæmdastjóri EIOPA
Stjórn Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA) hefur samþykkt að ráða Fausto Parente í starf framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Hann var áður yfirmaður eftirlits, reglusetningar og stefnumótunar hjá ítalska vátryggingaeftirlitinu, Istituto di Vigilanza sulle Assicurazioni (IVASS),
Fréttatilkynningu um ráðninguna
má sjá á vef EIOPA.
Peter Braumüller, framkvæmdastjóri Austurríska fjármálamarkaðseftirlitsins, hefur einnig verið endurkjörinn varaformaður stjórnar EIOPA af stjórn stofnunarinnar í fimm ár eins og fram kemur í
fréttatilkynningu á heimasíðu EIOPA.