FinTech - Framtíð fjármálaþjónustu og eftirlits
Fjármálaeftirlitið býður til morgunverðarfundar um þróun og framtíð fjármálaþjónustu með FinTech á 2. hæð á Hilton Nordica Reykjavík þann 9. febrúar 2018. Léttur morgunverður er í boði frá kl. 08:15 en dagskrá hefst kl. 08:45 og stendur til kl. 10:30.
Á fundinum verður meðal annars fjallað um þróun og framtíð fjármálaþjónustu, væntanlegar breytingar í lagaumhverfi fjármálamarkaðarins og samspil eftirlits og FinTech. Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 8. febrúar til fme@fme.is
Dagskrá morgunverðarfundarins er svohljóðandi:
Sýn FME á FinTech
Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins
Ný greiðsluþjónustulög, „open banking“ og öryggi greiðslumiðlunar
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna
FinTech og markaðssamvinna – horft til Norðurlandanna og Bretlands
Fríða Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Deloitte í London
Að erindum loknum verða pallborðsumræður sem Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, tekur þátt í ásamt framsögumönnum.
Fundarstjóri er Helena Pálsdóttir, sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu.