Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins, en skipunartími fyrri stjórnar rann út um áramót. Ásta Þórarinsdóttir er nýr formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Auk formanns eiga eftirtaldir aðal- og varamenn sæti í stjórn: Tómas Brynjólfsson, aðalmaður (varaformaður), Arnór Sighvatsson, aðalmaður, Friðrik Ársælsson, varamaður, Ástríður Jóhannesdóttir, varamaður og Harpa Jónsdóttir, varamaður.