Fjármálaeftirlitið birtir fræðsluefni um aðgerðir gegn peningaþvætti
Fjármálaeftirlitið hefur birt fræðsluefni um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Um er að ræða tvenns konar leiðbeiningar. Annars vegar um váþætti á bankamarkaði og hins vegar um áhættuþætti á líftryggingamarkaði.
Frekara fræðsluefni er í undirbúningi, þar á meðal um einstaka efnisþætti laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, svo sem um ábyrgðarmenn, áreiðanleikakannanir, áhættumat og fleira.