Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um hugtakanotkun og skýringar í ársreikningum vátryggingafélaga
Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2019 um hugtakanotkun og skýringar í ársreikningum vátryggingafélaga.
Ársreikningur vátryggingafélaga skal gefa glögga mynd af fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu vátryggingafélaga og vera saminn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með að þær upplýsingar sem eru ekki staðlaðar í alþjóðlegum reikningsskilastöðlum séu settar fram á samræmdan hátt. Með vísan til þessa hlutverks eftirlitsins hafa framangreind leiðbeinandi tilmæli um hugtakanotkun og skýringar í ársreikningum verið útbúin.
Í umsagnarferli tilmælanna bárust athugasemdir og ábendingar sem nýttust vel við gerð þeirra. Fjármálaeftirlitið þakkar umsagnaraðilum fyrir veittar umsagnir og góða samvinnu við gerð tilmælanna.