Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um starfsemi vísitölusjóða og kauphallarsjóða
Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2015 um starfsemi vísitölusjóða og kauphallarsjóða. Tilmælin varða fyrst og fremst upplýsingagjöf vegna starfsemi slíkra sjóða og er ætlað að stuðla að því að þeir veiti fjárfestum upplýsingar í samræmi við bestu framkvæmd eins og hún hefur verið afmörkuð í viðmiðunarreglum (e. guidelines) Evrópska verðbréfa- og markaðseftirlitsins, ESMA/2014/937.
Leiðbeinandi tilmæli um starfsemi vísitölusjóða og kauphallarsjóða