Fjármálaeftirlitið gefur út tvenn leiðbeinandi tilmæli
Fjármálaeftirlitið hefur í dag gefið út tvenn ný leiðbeinandi tilmæli, annars vegar nr. 6/2014 um útvistun hjá eftirlitsskyldum aðilum og hins vegar nr. 7/2014 um innri endurskoðun vátryggingafélaga.
Fyrri tilmælunum, um útvistun hjá eftirlitsskyldum aðilum er ætlað að varpa ljósi á þau atriði og umgjörð sem eftirlitsskyldir aðilar samkvæmt ákvæðum laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi ættu að gæta að við útvistun verkefna sinna.
Síðari tilmælin, um innri endurskoðun vátryggingafélaga, eru liður í að undirbúa vátryggingafélög fyrir innleiðingu þeirra þátta Solvency II tilskipunarinnar er lúta að innri endurskoðun vátryggingafélaga. Þau eru byggð á undirbúningstilmælum EIOPA ásamt því sem við gerð þeirra var höfð hliðsjón af alþjóðlegum stöðlum og siðareglum um innri endurskoðun.
Ofangreind tilmæli voru fyrir mistök upphaflega gefin út undir númerunum 8/2014 og 9/2014. Því hefur nú verið breytt.