Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal um drög að reglum um vátryggingafélög sem undanþegin eru tilteknum ákvæðum laga um vátryggingastarfsemi

19.9.2018

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 6/2018 um drög að reglum um vátryggingafélög sem undanþegin eru tilteknum ákvæðum laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016.

Reglurnar verða settar samkvæmt heimild í 5. mgr. 3. gr. laga um vátryggingastarfsemi en samkvæmt 3. mgr. 3. gr. laganna gilda nánar tiltekin ákvæði laganna ekki um vátryggingafélög sem uppfylla viss skilyrði sem sett eru fram í ákvæðinu. Samkvæmt 5. mgr. 3. gr. laganna getur Fjármálaeftirlitið sett reglur um kröfur til slíkra félaga, sem skulu hafa það markmið að vernda vátryggingartaka og vátryggða. Reglurnar geta m.a. falið í sér ákvæði um gjaldþolskröfur, stjórnarhætti og upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins.

Umsagnaraðilar eru vinsamlegast beðnir um að skila umsögnum rafrænt á þar til gerðu umsagnareyðublaði. Umsagnareyðublaðið skal sent á netfangið fme@fme.is.

Þess er óskað að umsagnir berist eigi síðar en 10. október nk. 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica