Fjármálaeftirlitið hefur metið Lífeyrissjóðinn Festu hæfan til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Jöklum-Verðbréfum hf.
Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Festa lífeyrissjóður, kt. 571171-0239, sé hæfur til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Jöklum - Verðbréfum hf., sem nemur 50,00%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Samkvæmt tilkynningu frá Festu Lífeyrissjóði, fer sjóðurinn nú með 50,00% eignarhlut í Jöklum-Verðbréfum hf.