Fjármálaeftirlitið hefur metið Selsvelli ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Íslenskum fjárfestum hf.
Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu
að Selsvellir ehf. sé hæft til að
fara með virkan eignarhlut í Íslenskum fjárfestum hf. sem nemur allt að 20%,
sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Fjármálaeftirlitið
hefur einnig metið Gunnar Frey Gunnarsson, eiganda Selsvalla ehf., hæfan til að
fara með virkan eignarhlut í Íslenskum fjárfestum hf. með óbeinni
hlutdeild.