Fjármálaeftirlitið hefur metið Straum fjárfestingabanka hf. hæfan til að fara með virkan eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf.
Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Straumur fjárfestingabanki hf. sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf. sem nemur 25%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002. Straumur fjárfestingabanki hf., eignaðist 100% eignarhlut í félaginu Gunner ehf., sem fer með 64,3% eignarhlut í félaginu Íslenskri eignastýringu ehf., sem fer með 21,83% eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf. Straumur fjárfestingabanki hf. er því virkur eigandi í Íslenskum verðbréfum með óbeinum hætti.