Fréttir


Fjármálaeftirlitið óskar eftir umsögnum um skilgreiningu á virkum markaði með hlutabréf

8.10.2019

Sem lið í undirbúningi fyrir gildistöku MiFID II og MiFIR, sem er heildarlöggjöf fyrir viðskipti með fjármálagerninga, óskar Fjármálaeftirlitið eftir umsögnum um sérstaka heimild sem leyfir eftirlitsstjórnvöldum að velja hlutabréf allt að fimm skráðra félaga á sínum markaði til að fylgja sömu reglum og gilda um hlutabréf sem teljast hafa virkan markað óháð því hvort viðkomandi bréf uppfylla öll nauðsynleg skilyrði þar að lútandi. Í gær sendi Fjármálaeftirlitið dreifibréf til valinna hagsmunaaðila en vill jafnframt gefa almenningi kost á að koma á framfæri sjónarmiðum um notkun á fyrrgreindri heimild. Hér fyrir neðan má nálgast umrætt dreifibréf þar sem finna má ítarlegri upplýsingar um málið.

Fjármálaeftirlitið óskar umsagna um heimild til þess að skilgreina virkan markað með tiltekin hlutabréf

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica