Fjármálaeftirlitið veitir Fossum mörkuðum hf. aukið starfsleyfi
Fjármálaeftirlitið veitti Fossum mörkuðum hf., kt. 660907-0250, aukið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki hinn 23. júní sl. á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Fossum mörkuðum hf. var upphaflega veitt starfsleyfi sem verðbréfamiðlun hinn 6. júní 2008 á grundvelli sömu laga. Starfsleyfi Fossa markaða hf. hefur verið endurútgefið með tilliti til viðbótarstarfsheimilda sem felast í framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina og fjárfestingarráðgjöf skv. b- og d-liðum 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um fjármálafyrirtæki, sbr. b- og e-liði 1. tölul. 1. mgr. 25. gr., og viðbótarþjónustu skv. a–b-, e- og g-liðum 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. sömu laga.
Starfsleyfi Fossa markaða hf. tekur nú til starfsheimilda skv. a–b- og d-liðum 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um fjármálafyrirtæki, sbr. a–b- og e-liði 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. sömu laga. Þá tekur starfsleyfið til viðbótarþjónustu skv. a–b-, e- og g-liðum 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. laganna.