Fréttir


Fjármálaeftirlitið veitir GAM Management hf. aukið starfsleyfi

10.9.2015

Fjármálaeftirlitið veitti GAM Management hf., kt. 530608-0690, aukið starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða hinn 3. september 2015 á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. GAM Management hf. var upphaflega veitt starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða hinn 20. mars 2009 og tók starfsleyfið þá til starfsleyfisskyldrar starfsemi skv. d-lið 6. tölul. og 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. og þjónustu skv. 2.-3. tölul. 1. mgr. 27. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Starfsleyfi GAM Management hf. hefur nú verið endurútgefið með tilliti til viðbótarstarfsheimildar sem felst í eignastýringu og tekur nú til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu, eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar, skv. c- og d-lið 6. tölul. og 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. og starfsheimilda skv. 1.-3. tölul. 1. mgr. 27. gr. laga um fjármálafyrirtæki.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica