Fjármálaeftirlitið veitir Íslandssjóðum hf. viðbótarstarfsheimildir
Fjármálaeftirlitið veitti Íslandssjóðum hf. þann 6. janúar sl. aukið starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Íslandssjóðir hf. fengu upphaflega starfsleyfi þann 10. apríl 2006 á grundvelli sömu laga. Starfsleyfi Íslandssjóða hf. hefur verið endurútgefið með tilliti til viðbótarstarfsheimilda, sem felast í fjárfestingarráðgjöf samkvæmt d-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr., sbr. 2. tölul. 1. mgr. 27.gr. laga um fjármálafyrirtæki.
Starfsleyfi Íslandssjóða hf. tekur nú til starfsheimilda skv. c- og d-lið 6. tl. og 7. tl. 1. mgr. 3. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Þá taka starfsheimildir Íslandssjóða hf. til starfsemi samkvæmt 1.-2. tölul. 1. mgr. 27. gr. laga um fjármálafyrirtæki.