Framtíðin lánasjóður hf. skráð sem lánveitandi
Fjármálaeftirlitið hefur skráð Framtíðina lánasjóð hf., kt. 611114-0790, Garðastræti 37, 101 Reykjavík, sem lánveitanda í samræmi við XIII. kafla laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda.
Skráningin veitir félaginu heimild til að veita fasteignalán til neytenda og lánaráðgjöf í samræmi við lög um fasteignalán til neytenda.