Fréttir


Heimild til flutnings vátryggingastofns

3.2.2017

Fjármálaeftirlitið hefur veitt heimild fyrir flutningi vátryggingastofns Varðar líftrygginga hf. til Okkar líftrygginga hf. Heimild til yfirfærslu stofnsins gildir frá og með 1. janúar 2017.

Fjármálaeftirlitið birti tilkynningu á heimasíðu sinni, 1. desember 2016, þar sem óskað var eftir skriflegum athugasemdum vátryggingartaka, vátryggðra eða annarra sem hafa hagsmuna að gæta varðandi flutning vátryggingastofns í samræmi við 3. mgr. 34. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. Höfðu fyrrnefndir aðilar einn mánuð til að koma athugasemdum sínum á framfæri. Ekki voru gerðar neinar athugasemdir.

Samkvæmt 5. mgr. 34. gr. nefndra laga um vátryggingastarfsemi, halda réttindi og skyldur vátryggingataka, vátryggðra og annarra samkvæmt vátryggingarsamningum, sjálfkrafa gildi sínu við flutning á vátryggingastofni. Vátryggingartakar geta sagt upp vátryggingarsamningi sínum við félagið frá þeim degi sem flutningur stofnsins er heimilaður, þ.e. frá dagsetningu tilkynningar þessarar, tilkynni þeir uppsögn skriflega innan eins mánaðar.

Fjármálaeftirlitið veitir nánari upplýsingar ef óskað er. 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica