Íslenskir bankar í evrópskum samanburði
Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (European Banking Authority, EBA) hefur birt í fimmta sinn upplýsingar um rekstur og efnahag 130 banka á Evrópska efnahagssvæðinu. Birtar eru upplýsingar um hvern og einn banka. Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn eru í fyrsta sinn með í þessum samanburði.
Um er að ræða upplýsingar eins og eigið fé, eiginfjárhlutfall, vogunarhlutfall, vanskilahlutfall og kostnaðarhlutfall.
Upplýsingarnar eru aðgengilegar á vefslóðinni https://eba.europa.eu/risk-analysis-and-data/eu-wide-transparency-exercise/2018/results .
Tilgangurinn með birtingu þessara upplýsinga á einum stað og á samanburðarhæfu formi er að styðja við gagnsæi og aðhald á evrópskum bankamarkaði.
Á vefsíðu EBA má finna handhæga leið til að bera saman upplýsingar um einstaka banka og skoða gögnin með myndrænum hætti. Vefslóðin er http://tools.eba.europa.eu/interactive-tools/2018/powerbi/tr18_visualisation_page.html .