Kröfu í máli Eimskipafélagsins gegn Fjármálaeftirlitinu hafnað í héraðsdómi
Niðurstaða héraðsdóms liggur nú fyrir í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu vegna ákvörðunar stofnunarinnar frá því í mars 2017 um að leggja 50.000.000 króna stjórnvaldssekt á félagið vegna brota gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.
Öllum kröfum stefnanda var hafnað, bæði varðandi ógildingu ákvörðunarinnar og einnig varðandi lækkun á sektarfjárhæð. Ekki liggur fyrir hvort dómnum verði áfrýjað.
Gera má ráð fyrir að dómurinn verði birtur á vef héraðsdómstólanna fljótlega.